Stærri
Flutnings- og þjónustunet okkar nær til yfir 100 landa.ThorShip
Starfsmenn
Stefna ThorShip
Samstarfsaðilar
Skilmálar
ThorShip
ThorShip er alhliða þjónustufyrirtæki í fraktflutningum með vikulegar siglingar á milli Íslands og meginlands Evrópu.
Starfsmenn ThorShip hafa í krafti reynslu sinnar þróað traust samstarf við öfluga þjónustuaðila í fraktflutningum á heimsvísu. Með vikulegum áætlunarsiglingum, lágmarks yfirbyggingu og þjónusta þeirra bestu við okkur er þar sem viðskiptavinir okkar finna muninn: Við erum einfaldlega snjallari!
Auk flutningsmiðlunar önnumst við umboðsþjónustu, skipamiðlun og hvers konar ráðgjöf á sviði alþjóðaflutninga. Þá tökum við að okkur alla skjalagerð og umsýslu fyrir viðskiptavini okkar, stóra sem smáa.
Starfsmenn
Starfsfólk ThorShip miðlar viðskiptavinum af viðamikilli þekkingu sinni og reynslu til þess að finna réttar lausnir hverju sinni. Við erum til þjónustu reiðubúin!
Bryndís Ásta Reynisdóttir
Sala og ráðgjöf
Sími: +354 511 3268
Farsími: +354 855 0268
bryndis@thorship.is
Helgi Þórisson
Umboðsþjónusta og skiparekstur
Sími: +354 511 3271
Farsími: +354 893 2565
helgi@thorship.is
Hjörleifur Hjörleifsson
Umboðsþjónusta og skiparekstur
Sími: +354 511 3255
Farsími: +354 843 3052
hjorleifur@thorship.is
Hörður Karlsson
Umboðsþjónusta og skiparekstur
Sími: +354 511 3263
Farsími: +354 855 0263
hordur@thorship.is
Magnús S. Haraldsson
Akstur og gámastýring
Sími: +354 511 3275
Farsími: +354 864 3275
magnus@thorship.is
Stefna ThorShip
Við tökumst á við hvert verkefni með opnum hug, finnum bestu mögulegu lausnir í samráði við samstarfsaðila okkar og nýtum sem verkfæri til framtíðar. Þessi mikli reynslusjóður gerir okkur kleift að sérhæfa okkur í ögrandi og óvæntum verkefnum um allan heim.
Áreiðanleiki
Með vikulegum áætlanasiglingum milli Rotterdam og Straumsvíkur tryggjum við viðskiptavinum okkar skemmsta siglingartíma sem er í boði frá meginlandi Evrópu til Íslands en leggjum ekki síður upp úr stundvísi og stuttum afhendingartíma eftir löndun.
Hagkvæmni
Fjölhæfni
Auk flutningsmiðlunar bjóðum við jafnt aðstoð sem og fulla þjónustu við alla skjalagerð, til að mynda útvegun skírteina og sérleyfa.
ThorShip býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði umboðsþjónustu fyrir allar tegundir skipa sem hafa viðkomu á Íslandi, skipamiðlunar og stórflutninga.
Samstarfsaðilar
Það getur skipt höfuðmáli að fá rétta ráðgjöf og sveigjanlega þjónustu varðandi stórflutninga, bæði með tilliti til tíma og kostnaðar.
DSV
DSV hraðbrautin er hnattrænt flutninganet á lofti, landi og sjó og í senn hraðvirkt, sveigjanlegt og hagkvæmt. Með fulltingi DSV erum við í órofnu sambandi við 200 þjónustustöðvar í 34 löndum. Hver skrifstofa er mönnuð starfsfólki ráðnu af þjónustusvæðinu sem tryggir ómentanlega þekkingu á sérstöðum og viðskiptavenjum hvers staðar ásamt innsýn í löggjöf og kröfur um meðhöndlum á flóknustu vöruflokkum.
Sérþekking hverrar þjónustustöðvar kemur ekki í veg fyrir að starfsmenn þeirra allra tala sama tungumál sín á milli og vinna að sama markmiði: að koma vörunni með bestu mögulegum hætti í hendur viðtakanda, hversu viðkvæmur eða krefjandi sem flutningurinn er.
Rhenus
Þekking og reynsla starfsmanna Rhenus gerir okkur kleift að bjóða sveigjanlegri og hagkvæmari lausnir og standa vörð um það háa þjónustustig sem viðskiptavinir þekkja okkur fyrir.
RAX
Í traustu samstarfi við RAX getur ThorShip boðið upp á áreiðanlega þjónustu í flutningum innanlands hvort sem um er að ræða smáar eða stórar sendingar.
ET
Öruggir flutningar ET ehf býr yfir áratuga reynslu og fullkomnum tækjaflota. Í flota ET eru yfir 40 dráttarbílar, þar á meðal aldrifsbílar. ET hefur yfir að ráða gámalyftum, flatvögnum og gámagrindum.
Í samstarfi við ET getur ThorShip boðið uppá áreiðanlega þjónustu í gámaflutningum innanlands.
Cargow
Cargow er flutningafyrirtæki sem þjónustar alþjóðlegan áliðnað með flutningsbrú á milli Íslands, Noregs, Bretlands og meginlands Evrópu. Cargow leitast við að finna flutningslausnir sem skapa viðskiptavinum áþreifanlegan ávinning og leggur áherslu á að veita fyrsta flokks þjónustu sem byggist á áralangri reynslu af flutningum.
Cargow er hagkvæmur þjónustuaðili á sviði flutninga sem stenst væntingar kröfuharðra viðskiptavina með gæði aðleiðarljósi. Þá leggur fyrirtækið áherslu á þróun á hönnun og eiginleikum skipa til þess að auka skilvirkni og lágmarka umhverfisleg áhrif við flutninga.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Cargow.
Bluebird Nordic
Bluebird Nordic rekur samtals sjö fraktflugvélar, þrjár B737- 400SF og fjórar B737-300SF, sem þjónusta hraðsendingar og fraktflutningafyrirtæki með áætlanaflugi jafnt sem leiguflugi.
Fyrirtækið er vel búið til þess að sinna verkefnum á Norðurlöndum, í Evrópu, Mið-Austurlöndum, Kanada og Grænlandi. Starfsfólk Bluebird Nordic kappkostar við að veita snarpa og fagmannlega þjónustu allan sólarhringinn.
Icelandair Cargo
Icelandair Cargo rekur öflugt flutninganet með hraðasta flutningsmátann til að flytja vörur á markaði heims.
Þegar ferskleikinn skiptir höfuðmáli er helsta fyrirstaðan ekki fjarlægðin, heldur tíminn sem líður. Staðsetning Íslands sem miðpunktur í Norður Atlantshafi, gjöful fiskimið, áratuga reynsla og öflugt leiðarkerfi Icelandair Cargo eru grunnurinn að einstöku samkeppnisforskoti.
Cargo Express
Cargo Express var stofnað árið 2008 og sér um að þjónusta flugfélög varðandi flugfrakt í gegnum Ísland. Markmið Cargo Express er að veita bestu mögulegu þjónustu fyrir fyrirtæki til að tengjast umheiminum hratt og örugglega.
Hafnarfjarðarhöfn
Hafnarfjarðarhöfn hefur frá upphafi byggðar Íslands verið talin ein besta höfn landsins frá náttúrunnar hendi og er ein helsta þjónustuhöfn landsins. Höfnin er sérhæfð í allri þjónustu við skip af öllum stærðum. Skip ThorShip njóta þjónustu Hafnarfjarðarhafnar.
Skilmálar
Þjónusta og flutningar ThorShip
Eftirfarandi skilmálar gilda um þjónustu og flutninga með ThorShip. Smellið á hlekkina til að nálgast viðkomandi skilmála :
- Flutningsskilmálar – Conditions of Carriage
- Farmskírteini fjölþátta flutnings – Combined Transport Bill of Lading
- Almennir þjónustuskilmálar ThorShip
Tollmiðlunarumboð
Tryggingar
Gámaleiga ThorShip
Viðskiptavinir hafa 7 daga frá komu skips til að losa heilgáma, eftir það reiknast gámaleiga. Gámaleiga er misjöfn eftir uppruna gáms.
Þegar gámur er orðinn tómur hjá viðtakanda er mikilvægt að tilkynna það til akstur@thorship.is
Incoterms – Alþjóðlegir viðskiptaskilmálar ICC
Incoterms er stytting fyrir International Commercial Terms og eru staðlaðir viðskiptaskilmálar gefnir út af International Chamber of Commerce (ICC) sem Verslunarráð Ísland er aðili að. Fyrsta útgáfa Incoterms kom út árið 1936 en núverandi útgáfa var gefin út árið 2020 og eru skilmálarnir því kallaðir Incoterms 2020.
Í stuttu máli eru Incoterms notaðir til að skipta kostnaði og ábyrgð á milli seljanda og kaupanda. Það eru 11 mismunandi Incoterms staðlar sem segja til um hver ber kostnað af hverjum þætti fyrir sig, hver er ábyrgur fyrir losun og lestun farms og hver ber ábyrgur af tjóni á hverju stigi fyrir sig í alþjóðlegum flutningum.
