Snjallari
Flutnings- og þjónustunet okkar nær til yfir 100 landa.Sala og ráðgjöf
Tollskjalagerð
Umboðsþjónusta
Vöruhús
Sala og ráðgjöf
Við hjá ThorShip höfum af dýrmætri, áralangri reynslu og þekkingu að miðla.
Það er okkur sérstakt metnaðarmál að veita viðskiptavinum alhliða, fyrsta flokks ráðgjöf varðandi alla þeirra flutninga og finna raunhæfar lausnir sniðnar að ólíkum aðstæðum og þörfum þeirra. Markmið okkar er að tryggja heiðarlega og persónulega þjónustu og byggja þannig upp gagnkvæmt traust til langs tíma með viðskiptavinum og samstarfsaðilum okkar.
Tollskjalagerð
Það felst mikil hagræðing og öryggi í því fyrir fyrirtæki að láta okkur sjá um alla skjalagerð vegna sinna flutninga. Með því má spara dýrmætan tíma og forðast óþarfa fjárútlát.
Skjalagerð er í mörgum tilfellum flókin og tímafrek og sífellt eru gerðar meiri kröfur til réttrar útfyllingar og nákvæmrar upplýsinga. Því er fagleg aðstoð og umsjón með allri skjalagerð viðskiptavina ThorShip mikilvægur hluti af þjónustu okkar. Við höfum mikla þekkingu á öllu því sem viðkemur skjalagerð, þar á meðal Eur1 skírteinum, ATA Carnet og skírteinum vegna hættulegra efna. ThorShip annast einnig alla tollskjalagerð og tekur að sér þá þjónustu sem snýr að tollafgreiðslu vara til landsins. Með EDI samskiptum við tollyfirvöld getum við boðið hraða og skilvirka þjónustu, hvort sem um er að ræða almennan inn – og útflutning eða tímabundin innflutning.
Umboðsþjónusta
ThorShip hefur um árabil veitt alhliða umboðsþjónustu fyrir allar tegundir skipa sem hafa viðkomu á Íslandi, jafnt flutninga-, tank-, fiski-, rannsókna- og skemmtiferðaskipa.
Umboðsþjónusta okkar felur í sér sólarhringsþjónustu um allt land; tækni – og viðgerðarþjónustu, áhafnaskipti, olíusölu, losun úrgangsolíu, tollafgreiðslu varahluta og útvegun vista, hvar og hvenær sem þörf er á.
Vöruhús
Við tökum á móti sendingum og geymum í 1500 fermetra vöruhúsi, þaðan sem þeim er dreift til viðskiptavina.
Starfsfólk ThorShip leggur áherslu á persónulega og skilvirka þjónustu og sér til þess að sendingar viðskiptavina skili sér hratt og örugglega á áfangastað. Hvort sem viðskiptavinir sjá um að sækja sendingar sínar eða nýta sér dreifingarþjónustu okkar þá býður ThorShip uppá reglulegan akstur á sendingu heim að dyrum.