fbpx

ThorShip færir Skandinavíu nær!

 

Alla tíð höfum við hjá Thorship kappkostað við að veita fyrsta flokks þjónustu og leitumst í sífellu við að bæta okkar þjónustu og framboð.

Nýjung í okkar þjónustu eru vikulegar viðkomur frá bæði Danmörku og Svíþjóð sem gerir það að verkum að við getum sinnt Skandinavíu með enn betri hætti en áður, sem skilar sér í bæði styttri flutningstíma og enn hagstæðari verðum fyrir bæði lausavöru sendingar og heilgáma.

Í góðu samstarfi við DSV hefur þjónusta á svæðinu verið bætt enn frekar, en þjónustuborð okkar í Danmörku mun nú sinna allri frakt frá svæðinu, í gegnum bæði Århus og Helsingborg. 

 

Við tökum lausavöru frá Skandinavíu í gegnum söfnunarstöð okkar í Horsens

Århus Helsingborg
Lausavara Miðvikudagar 14:00 Miðvikudagar 14:00 (Horsens) 
Heilgámar Fimmtudagar 16:00 Miðvikudagar 18:00

 

Ef þú ert að flytja lausavöru eða heilgáma frá Skandinavíu þá væri snjallt að heyra í okkur og fá frekar upplýsingar og tilboð í flutning

Endilega sendið okkur fyrirspurn á sala@thorship.is eða heyrði í okkur í síma 511-3250