fbpx

Incoterms

Incoterms®

Incoterms® eru viðskiptaskilmálar sem kaupandi og seljandi vöru semja um sín á milli. Incoterms® snúast um skiptingu á kostnaði og áhættu milli vörusala og vörukaupa, ekki flutningsaðila, það er þó æskilegt að flutningsaðili sé með  upplýsingar um skilmálana.

Með notkun á Incoterms® má koma í veg fyrir misskilning milli kaupanda og seljanda sem getur leitt til kostnaðarsamra mistaka. Því er mikilvægt að kynna sér vel Incoterms®.

FOB (Free on Board), EXW (Ex Works) og CIF (Cost, Insurance & Freight) eru dæmi um skilmála. Incoterms® er stytting fyrir International Commercial Terms og eru gefnir útaf ICC (International Chamber of Commerce) sem Viðskiptaráð Ísland er aðili að.

Núverandi útgáfa var gefin út árið 2020 og því eru skilmálarnir kallaðir Incoterms® 2020.

Hér má sjá alla 11 skilmálana.

ICC hefur gefið það út að það er von á nýjum Incoterms® seinna á þessu ári en unnið hefur verið að þeim síðan árið 2016.

Þá hefur borið töluvert á því að falsskilmálar séu settir fram og fann ICC sig knúið til að birta á heimasíðu sinni grein þar sem þeir benda á hvernig má sjá falskar upplýsingar og viljum við hvetja okkar viðskiptavini til að falla ekki í þessar gildrur.

Við munum að sjálfsögðu láta alla viðskiptavini okkar vita þegar nýir skilmálar verða gefnir út.  

Ef þú hefur einhverjar spurningar um Incoterms® eða um fraktflutninga almennt getur þú alltaf sent okkur línu og/eða hringt, við erum alltaf tilbúin til að aðstoða með allt sem við kemur flutningum til og frá Íslandi.