Samstarfsaðilar

DSV

Í samstarfi við DSV, eitt þriggja lykilfyrirtækja í flutningamiðlun í álfunni, tryggjum við viðskiptavinum okkar háþróaða vöruhraðbraut um þvera og endilanga Evrópu og öruggar flutningaleiðir um heim allan.

Rhenus

Rhenus hefur yfir 100 ára reynslu af virðisaukandi þjónustu við flutningafyrirtæki og er þjónustuaðili okkar á höfninni í Rotterdam.

RAX

Í traustu samstarfi við RAX, getum við boðið áreiðanlega þjónustu í flutningum innlands, hvort sem um er að ræða lausavörufrakt eða heilgámaflutninga.

ET

Öruggir flutningar ET ehf. býr yfir áratuga reynslu, og fullkomnum tækjaflota til þungaflutninga.

Cargow

Cargow er nýtt flutningsfyrirtæki sem þjónustar alþjóðlegan áliðnað með flutningsbrú á milli Íslands, Noregs, Bretlands og meginlands Evrópu.

Bluebird Cargo

Bluebird Cargo sérhæfir sig í flugfrakt til og frá Íslandi og innan Evrópu.

Icelandair Cargo

Icelandair Cargo er hluti af Icelandair Group og er leiðandi í flugfrakt á Íslandi. Á hverjum degi streyma vörur til og frá landinu með vélum Icelandair Cargo og er Keflavík að verða mikilvægari hlekkur í fraktflutningum yfir Atlantshafið.

Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfjarðarhöfn er ein elsta höfn Íslands og með fjölmikla þjónustu í losun og lestun lausavöru, löndun og lestun sjávarafurða, losun og lestun olíu og asfalts ásamt losun og lestun hráefna og afurða til og frá Álverinu og Gasfélaginu í Straumsvík.

Embætti Tollstjóra

Embætti tollstjóra í Reykjavík var stofnað 1929 þegar lögreglustjóraembættinu í Reykjavík var skipt upp og tollheimta og tolleftirlit falið tollstjóraembættinu. Frá upphafi hafa meginhlutverk embættisins haldist óbreytt.